Um Rabarbara

Hugmyndin að Rabarbara vaknaði sumarið 2008 en það var ekki fyrr en á milli jóla og nýjárs 2010 sem ákvörðun var tekin. Eftir rúmlega tveggja ára meðgöngu var ákveðið að láta hugmyndina verða að veruleika. Vorið 2011 fékk hugmyndin styrk frá Atvinnumálum kvenna til gerðar viðskiptaáætlunar og þá fór boltinn að rúlla. Að baki Rabarbara býr langtíma hugsjón með skynsemi að leiðarljósi.

Vorið 2014 hlaut Rabarbari annan styrk frá Atvinnumálum kvenna. Styrkurinn er til að vinna viðskiptaáætlun fyrir rabarbaraverksmiðju við Eyjafjörð, kanna möguleika á klasasamstarfi og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Stefna og markmið Rabarbara er að framleiða rabarbara á lífrænan máta með sjálfbærni og umhverfisvirðingu að leiðarljósi.

Skammtíma markmið Rabarbara er að auðvelda neytendum aðgang að rabarbara allt árið um kring.

Langtíma markmið Rabarbara er að efla atvinnusköpun á Eyjafjarðarsvæðinu með þróun rabarbaraafurða í samstarfi við fagaðila.

Rabarbari í fjölmiðlum
Bændablaðið, 14. júní 2012
Rúv – Samfélagið í nærmynd, 30. júlí 2012
Rúv, 23. júní 2012

33,854 thoughts on “Um Rabarbara